Síur og hreinsibúnaður fyrir olíur

Miðvikudagur, 22. janúar 2014 - 9:45
Síur og hreinsibúnaður fyrir olíur  Blossi

Eitt af vörumerkjunum sem við seljum og þjónum er CJC sem framleiðir síur og hreinsibúnað fyrir olíur svo sem smurolíu, brennsluolíu og vökvakerfisolíu. Í dag eru nokkur hundruð slík kerfi í notkun á landinu við búnað eins og gufutúrbínur,  eldsneytis- og smurkerfi, svo og ýmiskonar vökvakerfi. Við að vinna í þessum málum höfum við gert okkur grein fyrir því hvað hrein olía getur skipt miklu máli í rekstri vélbúnaðar,  einnig ef að mengun á sér stað, hve miklu máli það skiptir að hreinsa kerfið sem fyrst og komast jafnvel hjá að farga olíunni sem er á kerfinu. Til að koma á móts við óskir viðskiptavina okkar og til að leggja hönd á plóg við sparnað og nýtni, höfum við leigt út á sanngjörnu verði, CJC síukerfi og erum nú með þrjú kerfi til útleigu.

Kerfin eru af mismunandi stærðum og gerðum.  PTU kerfið er búið þeim eiginleikum að fjarlægja vatn úr olíu án þess að það komi niður á endingu síunnar sjálfrar. Kerfið sem fellur ekki út vatn, heldur tekur það í síuna, heitir HDU.Eins og að framan segir eru kerfin af ýmsum stærðum og það stærsta ræður við að hreinsa kerfi sem að innihalda 8 til 10 tonn af olíu.
Það gæti borgað sig að hafa samband ef óhreinindi hafa komist í olíuna og athuga hvort við höfum ekki lausnina, hjálpað til við að hreinsa olíuna og lágmarka tjónið.