Fréttir

Þriðjudagur, 21. október 2014 - 9:15

Sýnileika kuldagalli frá Portwest.

Tilboð á Hi-Vis kuldagöllum stærðir frá S til XXXL.

100% polyester PU húðaður.

Staðlar: EN ISO 20471 Class 3; EN343 Class 3:1; EN342 Class 3

Tilboð gildir til og með 31. desember 2014 eða meðan birgðir endast.

kuldagalli
Miðvikudagur, 5. March 2014 (All day)

Í tilefni af flutningi okkar og nýjum húsakynnum að Dvergshöfða 27, bjóðum við í mars mánuði, 20% afslátt af efni og vinnu við dísuskipti. T.d. er venjulegt verð á vinnu og efni í Pajero 2.8, 43.300 kr. en er núna á tilboði á 35.000.   Leitið upplýsinga um verð í aðrar bíltegundir.

Pajero spíss
mánudagur, 17. febrúar 2014 (All day)

Nýverið seldum við Sperre HL ræsiloftpressu um borð í Jónu Eðvalds frá Höfn í Hornafirði.  Fengum þessar myndir sendar frá vélstjóra skipsins.  Óskum við þeim til hamingju með gripinn.

Miðvikudagur, 22. janúar 2014 - 9:45

Eitt af vörumerkjunum sem við seljum og þjónum er CJC sem framleiðir síur og hreinsibúnað fyrir olíur svo sem smurolíu, brennsluolíu og vökvakerfisolíu. Í dag eru nokkur hundruð slík kerfi í notkun á landinu við búnað eins og gufutúrbínur,  eldsneytis- og smurkerfi, svo og ýmiskonar vökvakerfi. Við að vinna í þessum málum höfum við gert okkur grein fyrir því hvað hrein olía getur skipt miklu máli í rekstri vélbúnaðar,  einnig ef að mengun á sér stað, hve miklu máli það skiptir að hreinsa kerfið sem fyrst og komast jafnvel hjá að farga olíunni sem er á kerfinu.

Síur og hreinsibúnaður fyrir olíur  Blossi
mánudagur, 20. janúar 2014 - 9:15

Um áramótin urðu þær breytingar á starfsemi Blossa að fyrirtækið flutti úr Garðabænum upp á Dvergshöfða í Reykjavík.  Eðlilega tóku flutningarnir nokkurn tíma og nokkra orku úr starfseminni kringum hátíðarnar.  Engu að síður gengu flutningarnir vel og öll tæki og búnaður komust í hús áfallalaust.  Núna erum við óðum að koma okkur fyrir á Dvergshöfðanum og gangsetja starfsemina á nýjum stað.  Töluverður tími hefur farið í að koma öllum tækjum og búnaði fyrir á réttum stað ásamt því að koma þeim í fulla virkni.