Blossi flytur að Dvergshöfða

mánudagur, 20. janúar 2014 - 9:15

Um áramótin urðu þær breytingar á starfsemi Blossa að fyrirtækið flutti úr Garðabænum upp á Dvergshöfða í Reykjavík.  Eðlilega tóku flutningarnir nokkurn tíma og nokkra orku úr starfseminni kringum hátíðarnar.  Engu að síður gengu flutningarnir vel og öll tæki og búnaður komust í hús áfallalaust.  Núna erum við óðum að koma okkur fyrir á Dvergshöfðanum og gangsetja starfsemina á nýjum stað.  Töluverður tími hefur farið í að koma öllum tækjum og búnaði fyrir á réttum stað ásamt því að koma þeim í fulla virkni.
Dieselverkstæðið er komið í fullan gang og tól og tæki komin á sinn stað. Ekkert því til fyrirstöðu að hefja starfsemina að fullu á nýju ári.